Íslenski boltinn

Víkingar búnir að semja við serbneskan framherja

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Víkingar eru með þrjú stig í 10. sæti Pepsi-deildar karla.
Víkingar eru með þrjú stig í 10. sæti Pepsi-deildar karla. vísir/stefán
Víkingur R. hefur samið við serbneska framherjann Ivica Jovanovic um að leika með liðinu í Pepsi-deild karla í sumar. Jovanovic getur einnig spilað á kantinum.

Jovanovic, sem er 29 ára, lék síðast með Metalac í heimalandinu. Hann hefur einnig leikið í Svartfjallalandi auk þess sem hann var á mála hjá Lokeren fyrir rúmum áratug.

Hollenski framherjinn Geoffrey Castillion hefur byrjað fyrstu þrjá leiki Víkings á tímabilinu. Hann meiddist hins vegar í tapinu fyrir ÍBV í gær og óvíst er hversu lengi hann verður frá.

Castillion hefur skorað tvö af þrjú mörkum Víkings í Pepsi-deildinni. Víkingar sitja í 10. sæti hennar með þrjú stig.

Næsti leikur Víkings er gegn Haukum á útivelli í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins á miðvikudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×