Viðskipti innlent

Þórunn áfram formaður bankaráðs Seðlabankans

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þórunn var fyrst kjörin í bankaráðið í mars 2015 í stað Ólafar Nordal og tók Þórunn við hlutverki formanns í apríl það ár.
Þórunn var fyrst kjörin í bankaráðið í mars 2015 í stað Ólafar Nordal og tók Þórunn við hlutverki formanns í apríl það ár. Seðlabanki Íslands
Á fyrsta fundi nýkjörins bankaráðs Seðlabanka Íslands síðastliðinn föstudag var Þórunn Guðmundsdóttir kjörin formaður. Greint er frá kjörinu á vef Seðlabanka Íslands.

Þórunn var fyrst kjörin í bankaráðið í mars 2015 í stað Ólafar Nordal og tók Þórunn við hlutverki formanns í apríl það ár. Á fundinum á föstudag var Sveinn Agnarsson kjörinn varaformaður.

Nánari upplýsingar um stjórnsýslu bankans má finna hér. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×