Íslenski boltinn

Hólmfríður og Sandra María sneru aftur á völlinn í kvöld

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hólmfríður og Sandra María eru komnar aftur í gang eftir erfið meiðsli.
Hólmfríður og Sandra María eru komnar aftur í gang eftir erfið meiðsli. vísir/anton/getty
Landsliðskonurnar Hólmfríður Magnúsdóttir og Sandra María Jessen spiluðu sínar fyrstu mínútur í Pepsi-deild kvenna í kvöld.

Hólmfríður og Sandra María meiddust báðar illa í vetur. Hólmfríður ristarbrotnaði í janúar og Sandra María sleit aftara krossband í hné í leik Íslands og Noregs á Algarve-mótinu í mars.

Talið var að þær ættu báðar á hættu að missa af EM í Hollandi í sumar vegna meiðslanna. Þær eru hins vegar komnar aftur á völlinn, mun fyrr en búist var við.

Hólmfríður lék síðustu sjö mínúturnar þegar KR tapaði fyrir FH, 2-1, í Kaplakrika. Þetta var fyrsti leikur Hólmfríðar fyrir KR síðan 2008.

Sandra María lék síðustu fimm mínúturnar þegar Þór/KA bar sigurorð af Haukum, 2-0. Norðanstúlkur eru með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir fjórar umferðir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×