Viðskipti erlent

Íslenskt fyrirtæki selt í Kísildalinn

Sæunn Gísladóttir skrifar
Örfá íslensk fyrirtæki hafa verið keypt yfir í Kísildalinn síðastliðin ár.
Örfá íslensk fyrirtæki hafa verið keypt yfir í Kísildalinn síðastliðin ár. vísir/afp

Tæknifyrirtækið Twigkit sem stofnað var af Hirti Stefáni Ólafssyni og Bjarka Hólm hefur verið keypt af Lucidworks sem staðsett er í Kísildalnum í San Francisco í Bandaríkjunum. Norðurskautið greindi fyrst frá þessu.

Twigkit var stofnað árið 2009. Félagarnir tveir munu starfa hjá Lucidworks í framhaldinu. Ekki er vitað hvert kaupverðið var.

Lucidworks stendur að baki Apache­ Solr, sem er vinsæl leitarvél, að því er fram kemur í tilkynningu frá Twigkit.

Þetta er eitt af fáum fyrirtækjum stofnuðum af Íslendingum sem keypt hafa verið til Kísildalsins, þeirra á meðal eru Clara, sem Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson stofnaði, og Emu Messenger sem Google keypti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
0,91
15
171.901
SIMINN
0,33
3
53.573
SJOVA
0
4
42.086
HEIMA
0
3
2.531

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
-1,44
3
26.024
ORIGO
-1,43
2
5.144
HAGA
-1,19
4
154.463
MARL
-1,14
8
256.988
EIM
-1,07
3
7.842