Viðskipti erlent

Íslenskt fyrirtæki selt í Kísildalinn

Sæunn Gísladóttir skrifar
Örfá íslensk fyrirtæki hafa verið keypt yfir í Kísildalinn síðastliðin ár.
Örfá íslensk fyrirtæki hafa verið keypt yfir í Kísildalinn síðastliðin ár. vísir/afp

Tæknifyrirtækið Twigkit sem stofnað var af Hirti Stefáni Ólafssyni og Bjarka Hólm hefur verið keypt af Lucidworks sem staðsett er í Kísildalnum í San Francisco í Bandaríkjunum. Norðurskautið greindi fyrst frá þessu.

Twigkit var stofnað árið 2009. Félagarnir tveir munu starfa hjá Lucidworks í framhaldinu. Ekki er vitað hvert kaupverðið var.

Lucidworks stendur að baki Apache­ Solr, sem er vinsæl leitarvél, að því er fram kemur í tilkynningu frá Twigkit.

Þetta er eitt af fáum fyrirtækjum stofnuðum af Íslendingum sem keypt hafa verið til Kísildalsins, þeirra á meðal eru Clara, sem Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson stofnaði, og Emu Messenger sem Google keypti.
Fleiri fréttir

Sjá meira