Viðskipti erlent

Spá því að lífskjör Breta versni

Sæunn Gísladóttir skrifar
Íbúar London gætu haft minna milli handanna á næstu mánuðum en áður.
Íbúar London gætu haft minna milli handanna á næstu mánuðum en áður. vísir/getty

Launaþróun í Bretlandi verður hægari á árinu en mælst hefur í þrjú og hálft ár samkvæmt nýrri könnun meðal atvinnurekenda.

Business Insider greinir frá því að könnunin sem náði til yfir 1.000 fyrirtækja sýni að atvinnurekendur reikni einungis með að hækka laun að jafnaði um 1 prósent á árinu. Ef þær spár ganga eftir er um að ræða minnstu launahækkun milli ára í þrjú og hálft ár.

Líklega mun þetta leiða til þess að Bretar upplifi minni kaupmátt þar sem vöruverð er að hækka mikið vegna lágs gengis pundsins. Verðbólga mælist nú 2,3 prósent og reiknar Englandsbanki með 3 prósenta verðbólgu á árinu.

Haft er eftir Gerwyn Davies, sérfræðingi hjá stofnuninni sem framkvæmdi könnunina, að raunveruleg hætta sé á því að stór hluti bresks vinnuafls muni upplifa verri lífskjör á árinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
N1
1,3
1
58
MARL
0,79
6
395.130
SKEL
0,61
2
15.435
HAGA
0,39
2
30.323
REITIR
0,29
6
74.905

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,82
7
41.584
REGINN
-1,39
6
69.554
SJOVA
-1,23
7
95.955
EIK
-0,92
7
95.752
ORIGO
-0,67
1
777