Innlent

Nefndin ræðir jafnlaunavottun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nichole Leigh Mosty, framsögumaður málsins í allsherjar- og menntamálanefnd, hefur sagt að hún væri til í að fresta málinu fram á næsta þing.
Nichole Leigh Mosty, framsögumaður málsins í allsherjar- og menntamálanefnd, hefur sagt að hún væri til í að fresta málinu fram á næsta þing. vísir/pjetur

Allsherjar- og menntamálanefnd mun í dag ræða frumvarp um jafnlaunavottun. Fulltrúar velferðarráðuneytisins mæta fyrir nefndina og aðilar sem hafa skilað umsögnum um frumvarpið.

Fréttablaðið sagði frá því á dögunum að einungis tvær umsagnir hefðu borist um frumvarpið en þær urðu á endanum tólf. Koma þær frá opinberum stofnunum, hagsmunasamtökum launþega, hagsmunasamtökum atvinnurekenda, einstaklingum og fleirum.

Nichole Leigh Mosty, framsögumaður málsins í allsherjar- og menntamálanefnd, hefur sagt að hún væri til í að fresta málinu fram á næsta þing til að hægt væri að vinna það betur. Því hefur Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður velferðarráðherra, hafnað.


Tengdar fréttir

Áfengisfrumvarp næst ekki í gegnum þingið

Mörg mál bíða afgreiðslu Alþingis þegar einungis tvær vikur eru eftir fram að sumarfríi. Samningaviðræður á milli stjórnarflokka og stjórnarandstöðu um hvað fer í gegn eru ekki hafnar.

Jafnlaunavottun gæti frestast til næsta hausts

Varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar segir frumvarp um jafnlaunavottun ekki geta verið í forgangi. Nefndin hefur einungis fengið tvö erindi. Staðlaráð segir ekki rétt að þvinga fyrirtæki til að nota jafnlaunastaðal.
Fleiri fréttir

Sjá meira