Nefndin ræðir jafnlaunavottun

Allsherjar- og menntamálanefnd mun í dag ræða frumvarp um jafnlaunavottun. Fulltrúar velferðarráðuneytisins mæta fyrir nefndina og aðilar sem hafa skilað umsögnum um frumvarpið.
Fréttablaðið sagði frá því á dögunum að einungis tvær umsagnir hefðu borist um frumvarpið en þær urðu á endanum tólf. Koma þær frá opinberum stofnunum, hagsmunasamtökum launþega, hagsmunasamtökum atvinnurekenda, einstaklingum og fleirum.
Nichole Leigh Mosty, framsögumaður málsins í allsherjar- og menntamálanefnd, hefur sagt að hún væri til í að fresta málinu fram á næsta þing til að hægt væri að vinna það betur. Því hefur Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður velferðarráðherra, hafnað.
Tengdar fréttir

Áfengisfrumvarp næst ekki í gegnum þingið
Mörg mál bíða afgreiðslu Alþingis þegar einungis tvær vikur eru eftir fram að sumarfríi. Samningaviðræður á milli stjórnarflokka og stjórnarandstöðu um hvað fer í gegn eru ekki hafnar.

Jafnlaunavottun gæti frestast til næsta hausts
Varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar segir frumvarp um jafnlaunavottun ekki geta verið í forgangi. Nefndin hefur einungis fengið tvö erindi. Staðlaráð segir ekki rétt að þvinga fyrirtæki til að nota jafnlaunastaðal.

Staðlaráð harmar framgöngu jafnréttisráðherra
Staðlaráð Íslands telur ekki rétt að skylda fyrirtæki til jafnlaunavottunar.

Meirihluti landsmanna fylgjandi jafnlaunavottun
Stór hluti Íslendinga kveðst hlynntur því að fyrirtækjum með 25 eða fleiri starfsmönnum verði skylt samkvæmt lögum að fá jafnlaunavottun.