Körfubolti

Boston mætir Cleveland í úrslitum Austurdeildarinnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kelly Olynyk spilaði eins og kóngur í nótt og átti ansi stóran þátt í sigri Celtics.
Kelly Olynyk spilaði eins og kóngur í nótt og átti ansi stóran þátt í sigri Celtics. vísir/getty

Það verða Boston Celtics og Cleveland Cavaliers sem mætast í úrslit Austurdeildar NBA-deildarinnar en Boston vann oddaleikinn gegn Washington í nótt.

Celtics vann leikinn með tíu stiga mun, 115-105, en Isaiah Thomas var sem fyrr frábær í liði Boston. Hann skoraði 29 stig og gaf 12 stoðsendingar í leiknum.

Kelly Olynyk kom sterkur af bekknum með 26 stig. Þar af voru 14 mikilvæg stig í fjórða leikhluta.

Bradley Bell skoraði 38 stig fyrir Wizards og John Wall var með 18 stig og 11 fráköst.

Úrslitin í Austurdeildinni hefjast á morgun þannig að leikmenn Cleveland eru væntanlega á leið til baka frá Benidorm enda hafa þeir verið ansi lengi í fríi síðan þeir kláruðu síðustu rimmu.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira