Körfubolti

Boston mætir Cleveland í úrslitum Austurdeildarinnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kelly Olynyk spilaði eins og kóngur í nótt og átti ansi stóran þátt í sigri Celtics.
Kelly Olynyk spilaði eins og kóngur í nótt og átti ansi stóran þátt í sigri Celtics. vísir/getty
Það verða Boston Celtics og Cleveland Cavaliers sem mætast í úrslit Austurdeildar NBA-deildarinnar en Boston vann oddaleikinn gegn Washington í nótt.

Celtics vann leikinn með tíu stiga mun, 115-105, en Isaiah Thomas var sem fyrr frábær í liði Boston. Hann skoraði 29 stig og gaf 12 stoðsendingar í leiknum.

Kelly Olynyk kom sterkur af bekknum með 26 stig. Þar af voru 14 mikilvæg stig í fjórða leikhluta.

Bradley Bell skoraði 38 stig fyrir Wizards og John Wall var með 18 stig og 11 fráköst.

Úrslitin í Austurdeildinni hefjast á morgun þannig að leikmenn Cleveland eru væntanlega á leið til baka frá Benidorm enda hafa þeir verið ansi lengi í fríi síðan þeir kláruðu síðustu rimmu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×