Enski boltinn

Kolasinac fer til Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kolasinac fagnar marki í leik með Schalke.
Kolasinac fagnar marki í leik með Schalke. vísir/getty
Bakvörðurinn Sead Kolasinac mun ganga í raðir Arsenal í sumar samkvæmt heimildum Sky Sports.

Þessi 23 ára gamli leikmaður verður samningslaus hjá Schalke í sumar og mun þá flytja sig yfir í enska boltann.

Kolasinac er fæddur í Þýskalandi en er af bosnískum ættum og leikur með landsliði Bosníu. Hann verður orðinn leikmaður Arsenal þann 1. júlí.

Everton, Man. City og AC Milan höfðu líka áhuga á því að semja við vinstri bakvörðinn en hann kaus Arsenal þó svo hann sé óvissa um hver stýri liðinu á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×