Enski boltinn

Sjáðu sjö marka meistaraveislu Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Það var boðið upp á sjö marka veislu þegar Chelsea vann Watford, 4-3, á heimavelli sínum í gærkvöldi.

Chelsea tryggði sér Englandsmeistaratitilinn með sigri á West Brom á föstudag en þurfti sannarlega að hafa fyrir sigrinum í gær.

John Terry var í byrjunarliði Chelsea í fyrsta sinn síðan í september og hélt upp á það með að skora fyrsta mark leiksins en aðeins tveimur mínútum síðar gerði hann slæm mistök sem varð til þess að Watford jafnaði metin.

Terry mun fara frá Chelsea í sumar og er jafnvel talið líklegt að hann muni þá leggja skóna á hilluna.

Samantekt úr leiknum hér í gær má sjá efst í fréttinni en umfjöllun um leikinn er í greininni fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Terry gæti lagt skóna á hilluna

John Terry, fyrirliði Chelsea, er að spila sína síðustu leiki fyrir félagið og það gætu orðið síðustu leikirnir á hans ferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×