Körfubolti

Svona verður lokasprettur úrslitakeppni NBA á Stöð 2 Sport

Danny Green sækir að Steph Curry í leik San Antonio og Golden State á sunnudagskvöld.
Danny Green sækir að Steph Curry í leik San Antonio og Golden State á sunnudagskvöld. Vísir/Getty

Í nótt kláraðist síðasta viðureignin í undanúrslitum vesturdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta þegar Boston Celtics hafði betur gegn Washington Wizards í oddaleik.

Boston, sem var með bestan árangur allra liða í austrinu, mætir meisturum Cleveland í úrslitunum þar sem í húfi er sæti í lokaúrslitunum um meistaratitilinn.

Úrslitarimman í vestrinu er þegar hafin en á sunnudagskvöld hafði Golden State Warriors betur gegn San Antonio Spurs í mögnuðum endurkomusigri.

Stöð 2 Sport sýnir eins og fyrri ár frá flestum leikjum á lokastigi úrslitakeppninnar en frá og með leik Cleveland og Boston á föstudagskvöld verða allir leikir úrslitakeppninnar sýndir.

Hér fyrir neðan má sjá útsendingatíma leikjanna í úrslitum austur- og vesturdeildanna sem og dagsetningar í lokaúrslitunum.

Úrslit vesturdeildarinnar: Golden State Warriors (GSW) - San Antonio Spurs (SAS)
Úrslit austurdeildarinnar: Boston Celtics (BOS) - Cleveland Cavaliers (CLE)

14. maí: GSW - SAS (1) 113-111 Stöð 2 Sport kl 19.30
16. maí: GSW - SAS (2)
17. maí: BOS - CLE (1)
19. maí: BOS - CLE (2) - Stöð 2 Sport kl. 00.30
20. maí: SAS - GSW (3) - Stöð 2 Sport kl. 01.00
21. maí: CLE - BOS (3) - Stöð 2 Sport kl. 00.30
22. maí: SAS - GSW (4) - Stöð 2 Sport kl. 01.00
23. maí: CLE - BOS (4) - Stöð 2 Sport kl. 00.30
24. maí: SAS - GSW (5*) - Stöð 2 Sport kl. 01.00
25. maí: CLE - BOS (5*) - Stöð 2 Sport kl. 00.30
26. maí: SAS - GSW (6*) - Stöð 2 Sport kl. 01.00
27. maí: CLE - BOS (6*) - Stöð 2 Sport kl. 00.30
28. maí: SAS - GSW (7*) - Stöð 2 Sport kl. 01.00
29. maí: CLE - BOS (7*) - Stöð 2 Sport kl. 00.30

*ef þarf

Lokaúrslitin:
1. júní: Leikur 1
4. júní: Leikur 2
7. júní: Leikur 3
9. júní: Leikur 4
12. júní: Leikur 5*
15. júní: Leikur 6*
18. juní: Leikur 7*

*ef þarf

NBA

Tengdar fréttir

Hrun hjá San Antonio og Golden State komið yfir

San Antonio Spurs fór afar illa að ráði sínu gegn Golden State Warriors í fyrsta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA í Oracle Arena í kvöld. Lokatölur 113-111, Golden State í vil.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira