Körfubolti

Svona verður lokasprettur úrslitakeppni NBA á Stöð 2 Sport

Danny Green sækir að Steph Curry í leik San Antonio og Golden State á sunnudagskvöld.
Danny Green sækir að Steph Curry í leik San Antonio og Golden State á sunnudagskvöld. Vísir/Getty

Í nótt kláraðist síðasta viðureignin í undanúrslitum vesturdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta þegar Boston Celtics hafði betur gegn Washington Wizards í oddaleik.

Boston, sem var með bestan árangur allra liða í austrinu, mætir meisturum Cleveland í úrslitunum þar sem í húfi er sæti í lokaúrslitunum um meistaratitilinn.

Úrslitarimman í vestrinu er þegar hafin en á sunnudagskvöld hafði Golden State Warriors betur gegn San Antonio Spurs í mögnuðum endurkomusigri.

Stöð 2 Sport sýnir eins og fyrri ár frá flestum leikjum á lokastigi úrslitakeppninnar en frá og með leik Cleveland og Boston á föstudagskvöld verða allir leikir úrslitakeppninnar sýndir.

Hér fyrir neðan má sjá útsendingatíma leikjanna í úrslitum austur- og vesturdeildanna sem og dagsetningar í lokaúrslitunum.

Úrslit vesturdeildarinnar: Golden State Warriors (GSW) - San Antonio Spurs (SAS)
Úrslit austurdeildarinnar: Boston Celtics (BOS) - Cleveland Cavaliers (CLE)

14. maí: GSW - SAS (1) 113-111 Stöð 2 Sport kl 19.30
16. maí: GSW - SAS (2)
17. maí: BOS - CLE (1)
19. maí: BOS - CLE (2) - Stöð 2 Sport kl. 00.30
20. maí: SAS - GSW (3) - Stöð 2 Sport kl. 01.00
21. maí: CLE - BOS (3) - Stöð 2 Sport kl. 00.30
22. maí: SAS - GSW (4) - Stöð 2 Sport kl. 01.00
23. maí: CLE - BOS (4) - Stöð 2 Sport kl. 00.30
24. maí: SAS - GSW (5*) - Stöð 2 Sport kl. 01.00
25. maí: CLE - BOS (5*) - Stöð 2 Sport kl. 00.30
26. maí: SAS - GSW (6*) - Stöð 2 Sport kl. 01.00
27. maí: CLE - BOS (6*) - Stöð 2 Sport kl. 00.30
28. maí: SAS - GSW (7*) - Stöð 2 Sport kl. 01.00
29. maí: CLE - BOS (7*) - Stöð 2 Sport kl. 00.30

*ef þarf

Lokaúrslitin:
1. júní: Leikur 1
4. júní: Leikur 2
7. júní: Leikur 3
9. júní: Leikur 4
12. júní: Leikur 5*
15. júní: Leikur 6*
18. juní: Leikur 7*

*ef þarf

NBA

Tengdar fréttir

Hrun hjá San Antonio og Golden State komið yfir

San Antonio Spurs fór afar illa að ráði sínu gegn Golden State Warriors í fyrsta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA í Oracle Arena í kvöld. Lokatölur 113-111, Golden State í vil.
Fleiri fréttir

Sjá meira