Viðskipti innlent

Samið um framleiðslu á skólamat fyrir grunnskóla Reykjanesbæjar

Atli Ísleifsson skrifar
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Jón Axelsson, framkvæmdastjóri Skólamatar (standandi), Axel Jónsson eigandi Skólamatar, Fanný Axelsdóttir mannauðs- og samskiptastjóri Skólamatar, ásamt nemendum í Njarðvíkurskóla.
Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Jón Axelsson, framkvæmdastjóri Skólamatar (standandi), Axel Jónsson eigandi Skólamatar, Fanný Axelsdóttir mannauðs- og samskiptastjóri Skólamatar, ásamt nemendum í Njarðvíkurskóla. Reykjanesbær
Reykjanesbær og Skólamatur hafa undirritað samning um framleiðslu og framreiðslu á skólamat fyrir grunnskóla Reykjanesbæjar að undangengnu útboði sem Ríkiskaup hafði umsjón með.

Í tilkynningu segir að tvö tilboð hafi borist í útboðið, annað frá ISS Ísland ehf. að upphæð kr. 624.832.598 og hitt frá Skólamat ehf. að upphæð kr. 567.171.765. Kostnaðaráætlun Reykjanesbæjar var kr. 658.148.291.

„Skólamatur hefur undanfarin 12 ár þjónustað skólamötuneyti grunnskóla Reykjanesbæjar. Samningurinn er til þriggja ára með möguleika á að framlengja tvisvar um eitt ár eða að hámarki til 5 ára. Undirritunin fór fram í Njarðvíkurskóla á matmálstíma,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×