Enski boltinn

Bónus fyrir Balotelli ef hann fékk aðeins tvö rauð spjöld

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Balotelli svekktur í búningi Liverpool. Þó ekki eftir að hann fékk rautt spjald.
Balotelli svekktur í búningi Liverpool. Þó ekki eftir að hann fékk rautt spjald. vísir/getty
Ýmislegt áhugavert hefur komið í ljós í skjölum Football Leaks og meðal annars afar áhugavert ákvæði í samningi Mario Balotelli við Liverpool.

Forráðamenn Liverpool voru augljóslega meðvitaðir um skapið í ítalska framherjanum og reiknuðu með því að hann myndi láta reka sig af velli. Þeir reyndu að takmarka brottvísanirnar með ótrúlegri klásúlu í samningnum.

Ef Balotelli fengi „aðeins“ tvö rauð spjöld á tímabili þá fengi hann 133 milljónir króna í bónus frá félaginu.

Ítalinn gat því þess vegna hrækt á leikmann tvisvar á tímabilinu, farið í allt að tíu leikja bann en samt fengið þennan stóra bónus.

Liverpool var því til í að greiða honum aukalega fyrir það eitt að vera sem mest á vellinum sem er víst vinnan hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×