Viðskipti erlent

SpaceX skaut sínum þyngsta farmi á braut um jörðu

Samúel Karl Ólason skrifar
Upprunalega til að skjóta gervihnettinunm á loft með stærri eldflaug en Falcon 9, sem heita Falcon Heavy, en þær eru hins vegar ekki tilbúnar til notkunnar.
Upprunalega til að skjóta gervihnettinunm á loft með stærri eldflaug en Falcon 9, sem heita Falcon Heavy, en þær eru hins vegar ekki tilbúnar til notkunnar. Vísir/SPaceX
Fyrirtækið SpaceX skaut sínum þyngsta farmi hingað til á braut um jörðu í gærkvöldi. Um var að ræða samskiptagervihnött fyrir fyrirtækið Inmarstat sem nota á til að bjóða internettengingar um heim allan. Ekki var hægt að lenda eldflauginn vegna þess hve mikið eldsneyti þurfti að koma gervihnettinum á sporbraut.

Samkvæmt TecChrunch stóð upprunalega til að skjóta gervihnettinunm á loft með stærri eldflaug en Falcon 9, sem heita Falcon Heavy, en þær eru hins vegar ekki tilbúnar til notkunnar.

Geimskotið heppnaðist fullkomlega samkvæmt SpaceX, en hægt er að sjá útsendingu fyrirtækisins hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×