Viðskipti erlent

Hlutabréf í EasyJet taka dýfu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Easyjet hóf flugferðir til Íslands árið 2012.
Easyjet hóf flugferðir til Íslands árið 2012. Vísir/Pjetur
Lággjaldaflugfélagið easyJet tapaði 236 milljónum punda, 31 milljörðum króna, á sex mánaða tímabili til 31. mars. Þetta er töluvert meira tap en fyrri helming fjárhagsársins hjá easyJet þegar félagið tapaði 18 milljónum punda.

Gengi hlutabréfa í easyJet hafa lækkað um 6,49 prósent það sem af er degi í kjölfar þess að greint var frá afkomu fyrirtækisins.

CityAM greinir frá því að Carolyn McCall, yfirmaður hjá easyJet, hafi sagt að afkoman á fyrri helming fjárhagsársins hafi verið í takt við væntingar en að seinkunn páskana hafi haft áhrif á afkomuna á síðari helmingnum. Greiningaraðilar telja að veikt gengi sterlingspunds sé að hafa neikvæð áhrif á félagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×