Íslenski boltinn

Óskar Hrafn: Má koma fjórum Hummerum fyrir á milli miðju og varnar hjá ÍA

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tímabilið hefur ekki farið vel af stað hjá Skagamönnum sem eru án stiga eftir þrjá leiki.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, sérfræðingur Pepsimarkanna, var ekki hrifinn af þeim útskýringum sem Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, gaf á leik liðsins gegn KR. Þar sagði Gunnlaugur að Skagamenn væru að bæta sinn leik.

„Ég er ekki sammála Gulla. Eftir þessa þrjá leiki held ég að það skipti engu máli á móti hverjum þeir eru að spila,“ sagði Óskar Hrafn en Skagamenn byrja mótið á mjög erfiðum leikjum gegn FH, Val og KR.

Óskar Hrafn greindi meðal annars uppspil Skagamanna í þættinum í gærkvöldi en sjá má þá greiningu í spilaranum hér að neðan.

„Ég gagnrýndi Skagamenn eftir fyrsta leikinn fyrir að halda ekki þéttleika. Það væri langt bil á milli miðju og varnar. Hjá ÍA má koma fjórum bílum á milli varnar- og miðjumanns. Jafnvel fjórum Hummerum. Þetta var stóra vandamálið hjá ÍA gegn KR. KR-ingar fengu ævintýralega mikið pláss.

„Gulli getur ekki staðið þarna og sagt að þetta sé betra. Að þeir séu að bæta sig leik eftir leik. Þarna náði einni eða tveim sóknum í leiknum ef sóknir skildi kalla. Mér finnst Skagamenn ekki hafa nýtt tímann vel á milli leikja til þess að bæta sinn leik.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×