Innlent

Slökkviliðið elti logandi gám

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Gámuinn var hífður upp á flutningabíl og var ekið með hanní fylgd lögreglu og slökkviliðs á athafnasvæðið í forgangsakstri.
Gámuinn var hífður upp á flutningabíl og var ekið með hanní fylgd lögreglu og slökkviliðs á athafnasvæðið í forgangsakstri. Vísir/Jóhann K
Eldur kom upp í blaðagámi hjá Sorpu í Ánanaustum í dag. Erfitt reyndist að slökkva í gámnum á staðnum svo ákveðið var að flytja gáminn á athafnasvæði Sorpu í Gufunesi.

Gámuinn var hífður upp á flutningabíl og var ekið með hanní fylgd lögreglu og slökkviliðs á athafnasvæðið í forgangsakstri.

Hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu fengust þær upplýsingar að ekki væri hægt að slökkva í gámnum öðruvísi en að tæma úr honum, en í honum er mikið af pappa. Því hafi verið brugðið á þetta ráð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×