Viðskipti innlent

Fyrrverandi þingmenn gefa út tímaritið Úti

Haraldur Guðmundsson skrifar
Róbert Marshall er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins Vertu úti.
Róbert Marshall er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins Vertu úti.
Róbert Marshall og Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi þingmenn Bjartrar framtíðar, hafa stofnað útgáfufélagið Vertu úti utan um nýtt tímarit sem hefur fengið nafnið Úti. Samkvæmt skráningu félagsins hjá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra mun það gefa tímaritið út á íslensku og ensku en einnig framleiða annað fjölmiðlaefni og skipuleggja viðburði og fræðslu sem tengist útivist.

Félagarnir tveir sitja í stjórn útgáfufélagsins ásamt Brynhildi Ólafsdóttur, fyrrverandi fréttakonu og eiginkonu Róberts, og Alexíu Björg Jóhannesdóttir, fyrrverandi kynningarstjóra Borgarleikhússins og eiginkonu Guðmundar. Útgáfufélagið hét áður Reykjavík Casting ehf. og var stofnað 2006 af Alexíu Björgu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×