Íslenski boltinn

Stórsigur ÍBV suður með sjó

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eyjakonur skoruðu fjögur mörk í Grindavík.
Eyjakonur skoruðu fjögur mörk í Grindavík. vísir/hanna
ÍBV hafði sætaskipti við Grindavík með 0-4 sigri í leik liðanna í 4. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld.

Fyrir leikinn voru Grindvíkingar búnir að vinna tvo leiki í röð. Þeir fengu hins vegar skell á heimavelli sínum í kvöld.

Leikurinn var aðeins tveggja mínútna gamall þegar Katie Kraeutner kom ÍBV yfir.

Á 41. mínútu jók Kristín Erna Sigurlásdóttir muninn í 0-2 en aðeins mínútu áður hafði Grindvíkingurinn Ísabel Jasmín Almarsdóttir klúðrað dauðafæri.

Kristín Erna skoraði sitt annað mark og þriðja mark ÍBV á 55. mínútu. Átta mínútum síðar innsiglaði Cloé Lacasse svo sigur Eyjakvenna með sínu öðru marki í sumar.

ÍBV er í 5. sæti deildarinnar með sjö stig, einu stigi og einu sæti á undan Grindavík.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×