Innlent

Vilja aðra út úr Neyðarlínunni

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Útkall lögreglu.
Útkall lögreglu. vísir/vilhelm
Stjórn Neyðarlínunnar ohf. hefur óskað eftir því að kaupa um 7,9 prósenta hlut Orkuveitu Reykjavíkur í Neyðarlínunni.

Markmiðið sé að eignarhaldið sé alfarið hjá opinberum stjórnvöldum; ríkinu og Reykjavíkurborg. „Með hliðsjón af þeim ríku öryggishagsmunum sem tengdir eru þjónustu og rekstri fjarskiptakerfa Neyðarlínunnar þykir æskilegt að eignarhald félagsins sé með fyrrgreindum hætti,“ segir í erindi Neyðarlínunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×