Körfubolti

Warriors valtaði yfir Spurs

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Klay Thompson reynir að stöðva skot Jonathon Simmons.
Klay Thompson reynir að stöðva skot Jonathon Simmons. vísir/getty

Golden State Warriors er komið í 2-0 í rimmunni gegn San Antonio Spurs í úrslit Vesturdeildar NBA-deildarinnar eftir stórsigur í nótt.

Spurs var án síns besta manns í nótt, Kawhi Leonard, og án hans átti liðið aldrei möguleika og tapaði með 36 stiga mun, 136-100.

Steph Curry skoraði 29 stig fyrir Warriors og hitti úr 8 af 13 skotum sínum í leiknum. Kevin Durant spilaði lítið í nótt en setti niður 16 stig.

Mest náði Warriors 41 stiga forskoti í leiknum. Spurs undir stjórn Gregg Popovich hafði aldrei áður en lent 40 stigum undir í leik í úrslitakeppninni.

Jonathon Simmons var sá eini sem gat eitthvað í liði Spurs í nótt en hann skoraði 22 stig. LaMarcus Aldridge hitti aðeins úr 4 af 11 skotum sínum en San Antonio var með 37,4 prósent skotnýtingu í leiknum.

Nú færist rimman yfir til San Antonio.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira