Körfubolti

Warriors valtaði yfir Spurs

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Klay Thompson reynir að stöðva skot Jonathon Simmons.
Klay Thompson reynir að stöðva skot Jonathon Simmons. vísir/getty

Golden State Warriors er komið í 2-0 í rimmunni gegn San Antonio Spurs í úrslit Vesturdeildar NBA-deildarinnar eftir stórsigur í nótt.

Spurs var án síns besta manns í nótt, Kawhi Leonard, og án hans átti liðið aldrei möguleika og tapaði með 36 stiga mun, 136-100.

Steph Curry skoraði 29 stig fyrir Warriors og hitti úr 8 af 13 skotum sínum í leiknum. Kevin Durant spilaði lítið í nótt en setti niður 16 stig.

Mest náði Warriors 41 stiga forskoti í leiknum. Spurs undir stjórn Gregg Popovich hafði aldrei áður en lent 40 stigum undir í leik í úrslitakeppninni.

Jonathon Simmons var sá eini sem gat eitthvað í liði Spurs í nótt en hann skoraði 22 stig. LaMarcus Aldridge hitti aðeins úr 4 af 11 skotum sínum en San Antonio var með 37,4 prósent skotnýtingu í leiknum.

Nú færist rimman yfir til San Antonio.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira