Enski boltinn

Carrick fær nýjan samning hjá Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Michael Carrick.
Michael Carrick. vísir/getty
Það lítur allt út fyrir að Michael Carrick verði áfram á miðjunni hjá Man. Utd næsta vetur.

Þessi 35 ára gamli miðjumaður er að klára sitt ellefta tímabil hjá félaginu og er í samningaviðræðum við Man. Utd. Þær viðræður ganga vel.

Hann mun fá nýjan eins árs samning enda er núverandi samningur að renna út í sumar.

Carrick kom til United frá Tottenham árið 2006 og kostaði þá tæpar 19 milljónir punda.

Hann er búinn að spila 457 leiki fyrir félagið og er í 17. sæti yfir leikjahæstu leikmenn í sögu félagsins. Hann hefur skorað 24 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×