Enski boltinn

Wenger hefur engar áhyggjur af lélegri mætingu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bekkurinn var ekki beint þétt setinn á Emirates í gær.
Bekkurinn var ekki beint þétt setinn á Emirates í gær. vísir/getty
Það var skelfileg mæting á leik Arsenal og Sunderland í gær og allt að 20 þúsund laus sæti stúkunni.

Það truflar þó ekki stjóra Arsenal, Arsene Wenger, en hann lætur fátt koma sér úr jafnvægi þessa dagana.

„Þetta er þriðjudagskvöld gegn Sunderland. Það búast allir við því að við vinnum og ég fór ekkert sérstaklega í að telja hvað það voru margir í stúkunni,“ sagði Wenger aðspurður um mætinguna.

„Við þurfum að hugsa um okkar vinnu í stað þess að horfa upp í stúku. Auðvitað viljum við helst spila fyrir framan troðfulla stúku en þetta var einn af þessum leikjum sem fólk vildi ekki sjá. Þriðjudagsleikur gegn Sunderland var ekki nógu spennandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×