Fótbolti

Eigendur Leicester kaupa félag í Belgíu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Srivaddhanaprabha fagnar hér enska meistaratitlinum með strákunum í Leicester.
Srivaddhanaprabha fagnar hér enska meistaratitlinum með strákunum í Leicester. vísir/getty
Eigendur Leicester City, King Power International, halda áfram að stækka við sig og hafa nú keypt belgískt félag.

Það er 2. deildarliðið OH Leuven sem er komið í hendur eigenda Leicester. Félagið féll úr efstu deild fyrir ári síðan en það á að byggja það upp á ný.

Þetta eru góð tíðindi fyrir belgíska félagið því nú koma meiri peningar inn og búið að tryggja rekstur félagsins.

Eigendurnar ætla einnig að moka peningum í unglingastarf félagsins.

Stjórnarformaður Leicester og King Power, Vichai Srivaddhanaprabha, keypti Leicester árið 2010 og var kominn með liðið upp í efstu deild fjórum árum síðar. Það vita svo allir hvað gerðist fyrir ári síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×