Handbolti

Stefán kominn til KA

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stefán handsalar samninginn við KA.
Stefán handsalar samninginn við KA. mynd/KA
Stefán Árnason er farinn frá Selfossi og búinn að skrifa undir samning við handknattleiksdeild KA sem mun senda meistaraflokkslið til leiks í handboltanum á ný næsta vetur.

Stefán náði mjög flottum árangri með Selfoss síðustu tvö ár en var engu að síður látinn fara í lok tímabilsins. Það þótti mörgum skrýtið.

Í fréttatilkynningu KA segir að Stefán sé fyrsta ráðningin í þjálfarateymi meistaraflokksins. Stefán mun þess utan stýra afreksþjálfun hjá KA.

Stefán er uppalinn KA-maður og faðir hans, Árni Stefánsson, var á bekknum hjá KA-liðinu á blómaskeiði þess.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×