Viðskipti innlent

Fasteignaverð aldrei verið hærra

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu tók enn einu sinni stórt stökk í apríl og hækkaði um 2,2 prósent frá því í mars.
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu tók enn einu sinni stórt stökk í apríl og hækkaði um 2,2 prósent frá því í mars. vísir/anton brink
Raunverð fasteigna hefur nú farið upp fyrir það stig sem það var hæst í október 2007 en raunverðið nú í apríl var tæplega einu prósenti hærra en það varð hæst þá. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans en þar segir jafnframt að kaupmáttur launa hafi komist upp fyrir hæsta sig í nóvember 2014. Nú hefur raunverð fasteigna náð sama marki.

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu tók enn einu sinni stórt stökk í apríl og hækkaði um 2,2 prósent frá því í mars. Þar af hækkaði í fjölbýli um 2,6 prósent og í sérbýli um 1,1 prósent að því er segir í Hagsjánni.

„Samkvæmt tölum Þjóðskrár hefur fjölbýli hækkað um 23,2 prósent á síðustu 12 mánuðum, sérbýli um 21,6 prósent og er heildarhækkunin 22,7 prósent. Hækkanir síðustu 12 mánaða eru mjög miklar og þarf að fara allt aftur til upphafs ársins 2006 til að sjá álíka tölur,“ segir í Hagsjánni.

Þá er jafnframt bent á það að verðbólga hefur verið lág og hefur haldist stöðug undanfarin þrjú ár. Því hefur raunverð fasteigna hækkað mun meira en ella.

Hagsjána má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×