Viðskipti innlent

Markaðurinn jákvæður eftir stýrivaxtalækkun

Sæunn Gísladóttir skrifar
Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands. Vísir/GVA

Seðlabanki Íslands tilkynnti í morgun lækkun stýrivaxta um 25 punkta . Greiningaraðilar höfðu í aðdraganda ákvörðunar verið ósammála um hvort að lækkun yrði.

Markaðurinn virðist hafa tekið vaxtalækkuninni á jákvæðan hátt. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,33 prósent það sem af er degi og hefur gengi bréfa í flestum skráðum félögum hækkað. Nýherji er eina félagið sem hefur lækkað í dag.

Mest er hækkunin það sem af er degi í Högum eða um 2,89 prósent í 156 milljón króna viðskiptum. Einnig hafa Reitir og Sjóvá hækkað umtalsvert.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira