Lífið

Perry verður dómari í nýrri útgáfu af American Idol og Cowell og Clarkson sögðu nei

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hefði verið sterkt að fá Cowell og Clarkson..
Hefði verið sterkt að fá Cowell og Clarkson..
Raunveruleikaþættirnir American Idol voru í loftinu í 15 ár á bandarísku sjónvarpsstöðinni FOX og var síðasti þátturinn sýndur fyrir rúmlega ári. Það átti að vera lokaþátturinn en núna hefur ABC ákveðið að byrja með sýna eigin útgáfu af þessum vinsælu söngþáttum.

Forráðamenn þáttanna reyndu að fá bæði Simon Cowell og Kelly Clarkson til að setjast í dómarasætið en Clarkson var fyrsti sigurvegari American Idol og Cowell var dómari. Þau hafa bæði hafnað hlutverkinu.

Fyrsti dómarinn sem er kynntur er til leiks er af dýrari gerðinni en það er söngkonan Katy Perry.

Þættirnir snúa til baka árið 2018.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×