Lífið

Nauðsynlegar upplýsingar sem þú þarft að vita fyrir tónleika Rammstein

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tónleikarnir verða 20. maí.
Tónleikarnir verða 20. maí.
Þýsku rokksveitina Rammstein kemur fram á risatónleikum í Kórnum á laugardaginn.

Þetta verður í annað skiptið sem Rammstein kemur til Íslands en sveitin tróð upp í Laugardalshöll á tvennum tónleikum sumarið 2001. Uppselt er á tónleikana um helgina en 13 þúsund manns eiga von á miklu sjónarspili þeirra þýsku.

Í tilkynningu frá Kópavogsbæ koma fram mikilvægar upplýsingar varðandi tónleikana.

Tímasetningar

• 18:00 Húsið opnar.

• 18:00 Ferðir strætisvagna hefjast frá bílastæði Smáralindar.

• 19:30 Hljómsveitin Ham stígur á svið og spilar í 45 mínútur fyrir gesti.

• 21:00 Rammstein á svið.

Aðkoma að húsi/bílastæði

Boðið verður uppá ókeypis strætisvagnaferðir frá Smáralind að Kórnum og til baka að tónleikum loknum. Við hvetjum fólk til að leggja við Smáralind og taka strætó, það er einfalt og fljótlegt.

Bílastæði við Kórinn eru opin fyrir þá sem eru 4 eða fleiri í bíl og allir með miða á tónleikana. Takmarkað magn af stæðum er í boði og eftir að þau fyllast verður bílum vísað að Smáralind.

Uppfærðar upplýsingar munu berast inná viðburðarsíðu tónleikahaldara á Facebook. (Mr. Destiny / Hr. Örlygur) Veitingasala og sala á varningi fer fram inni í salnum eins og sjá má á meðfylgjandi korti. Hraðbanki verður á staðnum.

Eftirfarandi búnaður er ekki leyfður inni í tónleikasalnum:

• Myndavélabúnaður

• Hljóðupptökubúnaður

• Bakpokar

• Regnhlífar

• Stólar

• Öll drykkjarföng (Líka vatnsbrúsar)

• Hættulega hluti, hnífa ,skæri o.s.frv.

Gestir yngri en 18 ára skulu vera í fylgd með forráðamanni.

 


Tengdar fréttir

HAM hitar upp fyrir Rammstein

Sigurjón Kjartansson kann vel við strákana frá Austur-Þýskalandi sem drukku Breezer á Gauknum um árið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×