Körfubolti

Segir að Harden hafi látið lemja sig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
James Harden gæti verið í slæmum málum.
James Harden gæti verið í slæmum málum. vísir/getty

Sonur NBA-goðsagnarinnar Moses Malone, Moses Malone Jr., segir að NBA-stjarnan James Harden, leikmaður Houston Rockets, hafi greitt glæpamönnum fyrir að lemja sig og ræna.

Malone hafði gagnrýnt Harden á Facebook fyrir að rukka ung börn um formúgu fyrir að koma í körfuboltaskólann sinn. Það kostaði 25 þúsund krónur að mæta á námskeiðið.

Malone segir að Harden hafi í kjölfarið greitt smágæpamönnum tvær milljónir króna fyrir að ráðast á sig á nektarklúbbi.

Líkamsárásin og ránið átti sér stað í Houston síðasta sumar. Glæpamennirnir ógnuðu Malone með byssum, lömdu hann og stálu svo skartgripum að verðmæti 1,5 milljóna króna. Einnig tóku þeir símann hans, kreditkort og bíllykla.

Malone er búinn að kæra Harden og verður áhugavert að fylgjast með þessu máli í framhaldinu.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira