Erlent

Enda Kenny víkur sem formaður Fine Gael

Birgir Olgeirsson skrifar
Enda Kenny, fráfarandi forsætisráðherra Írlands.
Enda Kenny, fráfarandi forsætisráðherra Írlands. Vísir/Getty
Forsætisráðherra Írlands, Enda Kenny, hefur tilkynnt að hann ætli að hætta sem leiðtogi írska stjórnmálaflokksins Fine Gael á miðnætti. Greint er frá þessu á vef breska ríkisútvarpsins BBC en þar segir að Kenny hafi óskað eftir lausnarbeiðni úr embætti forsætisráðherra í mars síðastliðnum, gegn því að sinna starfi forsætisráðherra þar til eftirmaður hans hefur verið skipaður í embætti.

Hann greindi þingflokki Fine Gael frá því í dag að eftirmaður hans verði skipaður 2. júní næstkomandi.

Hinn 66 ára gamli Kenny hefur verið undir miklum þrýstingi frá ýmsum hópum innan Fine Gael sem eru óánægðir með Kenny og hafa farið fram á að hann víki sem formaður.

Hann var kjörinn forsætisráðherra Írlandi árið 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×