Lífið

Gummi Ben um EM-fárið: Danir vildu strætólýsingu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtileg saga.
Skemmtileg saga.
Íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson varð heimsfrægur síðasta sumar þegar hann lýsti leikjum íslenska landsliðsins á EM í knattspyrnu. Myndbönd af honum fóru eins og eldur í sinu um allan heim.

Gummi Ben var gestir í þættinum Um víðan völl í umsjón Loga Bergmann í vikunni og rifjaði hann þar upp hvað væri það vandræðalegasta sem hann lenti í í tengslum við allt fárið í kringum EM.

„Það var líklega þegar danska sjónvarpið mætti heim til Íslands og þeim fannst frábær hugmynd að ég mynd lýsa einhverju öðru en íþróttum og það æxlaðist þannig að ég lýsti tveimur þremur strætisvögnum koma og fólk að ryðjast inn í þá,“ segir Gummi á golfvellinum með Loga.

„Þessu hafði Daninn mjög gaman af. Ég varð að vera aðeins í gírnum, þetta var gigg sem ég tók að mér.“

Um víðan völl verður á dagskrá Stöðvar 2 næstu fimm þriðjudagskvöld klukkan 19:55. Hér að neðan má sjá samtal Gumma og Loga.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×