Erlent

Chelsea Manning birtir mynd af fyrstu skrefunum handan fangelsisveggjanna

Atli Ísleifsson skrifar
Chelsea Manning.
Chelsea Manning. Vísir/AFP
Chelsea Manning hefur birt mynd á samfélagsmiðlum af fyrstu sporum sínum handan veggja herfangelsisins Fort Leavenworth. Manning var sleppt úr fangelsi í dag. 

„Fyrstu frjálsu skrefin,“ segir Manning bæði á Twitter og Instagram þar sem hún birtir mynd af Converse-skónum sínum á parketgólfi.

Hún var dæmd í 35 ára fangelsi árið 2010 fyrir að leka leynilegum gögnum til Wikileaks. Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, ákvað skömmu áður en hann lét af embætti að stytta dóm Manning þannig að hún myndi losna úr fangelsi þann 17. maí í stað þess að losna út árið 2045.

Gögnin sem Manning lak voru viðkvæmar hernaðarupplýsingar sem sneru að stríðsrekstri Bandraríkjanna í Afganistan og Írak.

Transkonan Chelsea Manning bar áður nafnið Bradley og starfaði sem gagnasérfræðingur Bandaríkjahers í Írak. Hefur hún sagst hafa lekið gögnunum til að skapa umræðu um stefnu Bandaríkjastjórnar í utanríkis- og varnarmálum.

Hún skipti um nafn árið 2014 og hóf þá kynleiðréttingarferli í fangelsinu.

First steps of freedom!! . . #chelseaisfree

A post shared by Chelsea E. Manning (@xychelsea87) on


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×