Enski boltinn

Mazzari á förum frá Watford | Vilja fá Marco Silva

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mazzari var ekki vinsæll hjá leikmönnum Watford.
Mazzari var ekki vinsæll hjá leikmönnum Watford. vísir/getty
Walter Mazzari stýrir Watford í síðasta sinn þegar liðið tekur á móti Manchester City í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.

Eigendur Watford horfa hýru auga til Marco Silva, knattspyrnustjóra Hull City, og vilja fá hann til félagsins. Silva tók við Hull um mitt tímabil og þótti gera ágæta hluti þótt liðið hafi á endanum fallið.

Silva er frjálst að fara frá Hull eftir tímabilið en ef Tígrarnir hefðu haldið sér uppi hefðu önnur lið þurft að borga þrjár milljónir punda til að losa Portúgalann undan samningi.

Watford hefur verið í frjálsu falli síðan liðið náði 40 stigum í ensku úrvalsdeildinni. Watford hefur tapað fimm leikjum í röð og er komið niður í 16. sæti deildarinnar. Ef úrslitin í lokaumferðinni verða ekki hagstæð gæti Watford endað í 17. sæti.

Mazzari ku ekki vera vinsæll hjá leikmönnum Watford og samstarf hans og Troys Deeney, fyrirliða liðsins, er afar stirt. Þá hafa erfiðleikar Mazzaris við að ná tökum á enskri tungu haft sitt að segja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×