Viðskipti innlent

Mestur vöxtur hjá Vodafone

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Daníel
Vodafone óx hraðast íslenskra fjarskiptafyrirtækja á farsímamarkaði á síðasta ári, samkvæmt riti Póst- og fjarskiptastofnunar. Ritið heitir tölfræði um íslenska fjarskiptamarkaðinn 2016 og má finna hér. Undanfarin ár hefur Nova vaxið hvað mest en nú hefur orðið breyting þar á.

Samkvæmt tilkynningu frá Vodafone jókst heildarfjöldi farsímaáskrifta um sjö prósent hjá fyrirtækinu og fjölgaði úr 120.609 í 129.028, sem samsvarar 8.419 nýjum áskrifendum.

Þá jókst fjöldi áskrifta með talþjónustu einnig hraðast hjá Vodafone eða um sex prósent. Áskriftir í talþjónustu jukust úr 105.376 árið 2015 í 111.743 árið 2016. Það gerir 6.367 nýja áskrifendur á árinu 2016 og er markaðshlutdeild Vodafone 27,8 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×