Handbolti

Íslensku Ljónin skoruðu tólf mörk

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexander skoraði sjö mörk úr aðeins átta skotum.
Alexander skoraði sjö mörk úr aðeins átta skotum. vísir/getty
Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu samtals 12 mörk þegar Rhein-Neckar Löwen vann þriggja marka sigur á Bergischer, 31-28, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Þetta var áttundi sigur Löwen í röð. Liðið er í 2. sæti deildarinnar með 51 stig, einu stigi á eftir Flensburg sem vann Stuttgart, 36-27, á sama tíma. Löwen leik til góða á Flensburg.

Alexander skoraði sjö mörk úr aðeins átta skotum og gaf tvær stoðsendingar. Guðjón Valur skoraði fimm mörk úr níu skotum.

Björgvin Páll Gústavsson varði 12 skot í marki Bergischer sem er í sextánda og þriðja neðsta sæti deildarinnar. Arnór Þór Gunnarsson lék ekki með Bergischer í kvöld.

Atli Ævar Ingólfsson og félagar í Sävehof komust ekki í úrslit um sænska meistaratitilinn. Þetta var ljóst eftir 27-33 tap fyrir Alingsås á heimavelli í fjórða leik liðanna í undanúrslitum. Alingsås vann einvígið 3-1 og mætir annað hvort Kristianstad eða Ystads í úrslitaeinvíginu.

Atli Ævar Ingólfsson komst ekki á blað í leiknum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×