Handbolti

Íslensku Ljónin skoruðu tólf mörk

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexander skoraði sjö mörk úr aðeins átta skotum.
Alexander skoraði sjö mörk úr aðeins átta skotum. vísir/getty

Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu samtals 12 mörk þegar Rhein-Neckar Löwen vann þriggja marka sigur á Bergischer, 31-28, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Þetta var áttundi sigur Löwen í röð. Liðið er í 2. sæti deildarinnar með 51 stig, einu stigi á eftir Flensburg sem vann Stuttgart, 36-27, á sama tíma. Löwen leik til góða á Flensburg.

Alexander skoraði sjö mörk úr aðeins átta skotum og gaf tvær stoðsendingar. Guðjón Valur skoraði fimm mörk úr níu skotum.

Björgvin Páll Gústavsson varði 12 skot í marki Bergischer sem er í sextánda og þriðja neðsta sæti deildarinnar. Arnór Þór Gunnarsson lék ekki með Bergischer í kvöld.

Atli Ævar Ingólfsson og félagar í Sävehof komust ekki í úrslit um sænska meistaratitilinn. Þetta var ljóst eftir 27-33 tap fyrir Alingsås á heimavelli í fjórða leik liðanna í undanúrslitum. Alingsås vann einvígið 3-1 og mætir annað hvort Kristianstad eða Ystads í úrslitaeinvíginu.

Atli Ævar Ingólfsson komst ekki á blað í leiknum í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira