Viðskipti innlent

Samningum um kaupum Pressunnar á Birtingi rift

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Björn ingi Hrafnsson.
Björn ingi Hrafnsson.

Samningum á milli eigenda Pressunnar um kaup á öllu hlutafé í Birtingi ehf. hefur verið rift. Er þetta gert til að lækka heildarskuldir Pressusamstæðunnar en staða hennar er sögð vera þung.

Þetta kemur fram í bréfi sem Björn Ingi Hrafnsson, eigandi Pressunnar, sendi á starfsmenn Pressusamstæðunnar í kvöld en í henni eru um 30 miðlar, þar á meðal DV, DV.is, Eyjan og Pressan.

Greint hefur verið frá slæmri stöðu Pressunnar í fjölmiðlum að undanförnu og er talið að heildarskuldir samstæðunnar nemi um 700 milljónum króna.

Birtingur gefur út Séð og Heyrt, Nýtt Líf, Gestgjafann og vikuna en tilkynnt var um kaup Pressunnar á Birtingi í nóvember á síðasta ári.

Í bréfinu segir að kaupsamningnum sé rift „til að auðvelda endurskipulagningu Pressunnar og lækka verulega heildarskuldir samstæðunnar.“

Þar segir einnig að þar með muni Karl Steinar Óskarsson og Matthías Björnsson ekki koma til starfa innan Pressusamstæðunnar en við kaupin var tilkynnt að Karl Steinar yrði áfram framkvæmdastjóri Birtings og að Matthías yrðu fjármálastjóri.


Tengdar fréttir

Pressan fékk lán en ekki hlutafé

Fjárfestar sem ætluðu að taka þátt í hlutafjáraukningu Pressunnar hafa dregið sig til baka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
1,74
1
17.550
ICEAIR
1,68
13
131.955
ORIGO
0,97
1
303
HAGA
0,49
2
66.588
ARION
0,12
11
56.578

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-1,32
5
20.919
REGINN
-1,13
6
191.670
SKEL
-0,88
4
16.046
HEIMA
-0,82
2
243
VIS
-0,7
3
61.836