Innlent

Bætt öryggi hefur fækkað slysum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Flest slysin verða við Strokk.
Flest slysin verða við Strokk. vísir/gva
Þótt gestum hafi fjölgað við Gullfoss og Geysi undan­farin ár hefur slysum fækkað. Á vef Umhverfisstofnunar, sem hefur umsjón með Gullfossi og Geysi, segir að svo virðist sem tekist hafi að bæta öryggi ferðamanna.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur tekið saman upplýsingar yfir komur sjúkrabíla á Gullfoss- og Geysissvæðið vegna hálkuslysa eða annarra slysa.

Síðastliðinn vetur urðu alls 7 slys, veturinn þar á undan urðu 18 slys en 10 slys veturinn 2014 til 2015.

Flest slys urðu á Geysissvæðinu síðustu þrjá vetur eða 23 en 12 á sama tíma við Gullfoss. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×