Viðskipti innlent

Seldu afþreyingu fyrir tvo milljarða á síðasta ári

Sæunn Gísladóttir skrifar
Smárabíó í Smáralind er eitt bíóa Senu.
Smárabíó í Smáralind er eitt bíóa Senu. Vísir/Albert

Árið 2016 hagnaðist Sena um 114,2 milljónir króna. Um er að ræða verulega aukningu milli ára en árið 2015 hagnaðist fyrirtækið um 56,7 milljónir króna.

Sala á vöru og þjónustu nam tveimur milljörðum króna á árinu, samanborið við 2,45 milljarða árið 2015. Þar af nam sala á vörum og þjónustu til kvikmyndahúsa 913 milljónum árið 2016, og jókst um 80 milljónir milli ára.

Fram kemur í ársreikningi að aðalstarfsemi félagsins er framleiðsla, útgáfa og dreifing á afþreyingarvöru í sinni breiðustu merkingu.

Á árinu 2016 var tónlistarrekstur samstæðunnar seldur og jafnframt seldi félagið dótturfélagið Sena Live ehf. sem sérhæfir sig í lifandi viðburðum.

Heildar eigið fé Senu nam 336 milljónum króna í árslok 2016, samanborið við 429 milljónir í árslok 2015. Hlutafé nam 94 milljónum króna og eignir í árslok námu samtals 868,8 milljónum króna. Skuldir námu samtals 527,7 milljónum króna, samanborið við 742 milljónir króna árið áður.

Á árinu störfuðu að meðaltali 43 hjá fyrirtækinu eða 11 færri en árið áður. Laun og launatengd gjöld námu 364 milljónum króna. Þar af námu laun framkvæmdastjóra 11,7 milljónum á árinu.

Hlutafé félagsins í upphafi og lok árs var allt í eigu Draupnis fjárfestingafélags ehf. Árið 2016 átti Jón Diðrik Jónsson 98 prósenta hlut í Draupni. Hann var jafnframt framkvæmdastjóri Senu á síðasta ári. Tillaga um greiðslu arðs var tekin fyrir á aðalfundi félagsins. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
1,74
1
17.550
ICEAIR
1,68
13
131.955
ORIGO
0,97
1
303
HAGA
0,49
2
66.588
ARION
0,12
11
56.578

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-1,32
5
20.919
REGINN
-1,13
6
191.670
SKEL
-0,88
4
16.046
HEIMA
-0,82
2
243
VIS
-0,7
3
61.836