Erlent

Hermenn fengnir til aðstoðar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Tugþúsundir hafa komið saman nær daglega til þess að mótmæla forseta landsins.
Tugþúsundir hafa komið saman nær daglega til þess að mótmæla forseta landsins. vísir/afp
Ekkert lát er á mótmælunum í Venesúela og hafa stjórnvöld ákveðið að senda hermenn í vesturhluta landsins til þess að reyna að stemma stigu við þau. Fjörutíu og þrír hafa týnt lífi í mótmælunum sem nú hafa staðið yfir í sex vikur samfleytt.

Varnarmálaráðherra landsins, Vladimír Padrino Lopez, greindi frá því í sjónvarpsviðtali í dag að um væri að ræða á þriðja þúsund hermenn sem verði sendir til Tachira, sem er við landamæri Kólumbíu, en að þar sé mikið um ofbeldi, innbrot og þjófnaði.

Mótmæli hafa geisað í Venesúela um árabil, en þess er krafist að Nicolas Maduro, forseti landsins, fari frá völdum. Hann er sakaður um einræðistilburði og að hafa valdið bæði pólitískri og efnahagslegri kreppu í landinu. Maduro hefur hins vegar lýst því yfir að hann muni sitja út kjörtímabilið.


Tengdar fréttir

Sautján ára piltur skotinn til bana í átökunum í Venesúela

Þrír voru skotnir til bana í mótmælum í Venesúela í dag, þar af einn sautján ára piltur. Hinir tveir voru rúmlega þrítugir. Mótmælin hafa nú staðið yfir í sex vikur samfleytt og er fjöldi látinna kominn í fjörutíu og tvo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×