Íslenski boltinn

Hlíðarendapiltar héldu í við Eyjamenn í klukkutíma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eyjamenn eru komnir áfram í 16-liða úrslit.
Eyjamenn eru komnir áfram í 16-liða úrslit. vísir/eyþór

Hinn 18 ára Breki Ómarsson skoraði tvívegis þegar ÍBV vann 4-1 sigur á KH í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla á Hásteinsvelli í kvöld.

Þótt sigurinn hafi á endanum verið öruggur tók það Eyjamenn tæpan klukkutíma að brjóta 4. deildarliðið á bak aftur.

Kaj Leo í Bartalsstovu kom ÍBV á bragðið þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu á 57. mínútu.

Á 68. mínútu kom Breki inn á sem varamaður og fimm mínútum síðar skoraði hann eftir sendingu frá Kaj Leo. Breki skoraði svo sitt annað mark á 84. mínútu.

Aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Pablo Punyed fjórða mark Eyjamanna. Ólafur Andri Þórarinsson minnkaði muninn í 4-1 á lokamínútunni en nær komust Hlíðarendapiltar ekki.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira