Íslenski boltinn

Hlíðarendapiltar héldu í við Eyjamenn í klukkutíma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eyjamenn eru komnir áfram í 16-liða úrslit.
Eyjamenn eru komnir áfram í 16-liða úrslit. vísir/eyþór

Hinn 18 ára Breki Ómarsson skoraði tvívegis þegar ÍBV vann 4-1 sigur á KH í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla á Hásteinsvelli í kvöld.

Þótt sigurinn hafi á endanum verið öruggur tók það Eyjamenn tæpan klukkutíma að brjóta 4. deildarliðið á bak aftur.

Kaj Leo í Bartalsstovu kom ÍBV á bragðið þegar hann skoraði beint úr aukaspyrnu á 57. mínútu.

Á 68. mínútu kom Breki inn á sem varamaður og fimm mínútum síðar skoraði hann eftir sendingu frá Kaj Leo. Breki skoraði svo sitt annað mark á 84. mínútu.

Aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Pablo Punyed fjórða mark Eyjamanna. Ólafur Andri Þórarinsson minnkaði muninn í 4-1 á lokamínútunni en nær komust Hlíðarendapiltar ekki.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira