Erlent

Íhaldsmenn ógna leiðtoga Frjálslyndra demókrata

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Tim Farron.
Tim Farron. Vísir/AFP
Líklegt er að Tim Farron, leiðtogi flokks Frjálslyndra demókrata í Bretlandi, og fyrirrennari hans, Nick Clegg, missi sæti sín á breska þinginu í kosningum í júní. Frá þessu greindi Business Insider í gær.

Eru skipuleggjendur kosningabaráttu Íhaldsflokksins, flokks forsætisráðherrans Ther­esu May, vongóðir um að meðbyr í kjördæmi Farr­ons sem og að minnkandi stuðningur við Frjálslynda demókrata geti tryggt Íhaldsflokknum sæti hans og þar með komið miklu höggi á flokkinn.

Greina heimildarmenn Business Insid­er innan úr Íhaldsflokknum frá því að mikið fjármagn sé lagt í kosningabaráttu í kjördæmi Farr­ons, Westmorland and Lonsdale, og unnið sé eftir svonefndri „take-out-Tim“ áætlun.

Þá segjast innanbúðarmenn úr Verkamannaflokknum vongóðir um að þeim takist að hreppa sæti Cleggs í kjördæminu Sheffield Hallam.­

Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Financial Times tekur saman mælist Íhaldsflokkurinn með 48 prósenta stuðning, Verkamannaflokkurinn með 31 prósent og Frjálslyndir demókratar með níu prósent. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×