Handbolti

Ragnheiður: Er að fara í próf í fyrramálið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ragnheiður fagnar með samherjum sínum í leikslok.
Ragnheiður fagnar með samherjum sínum í leikslok. vísir/eyþór

Ragnheiður Júlíusdóttir, stórskytta Fram, var í sigurvímu þegar fréttamaður Vísis spjallaði við hana eftir að Fram tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með eins marks sigri, 27-26, á Stjörnunni í kvöld.

„Við mættum almennilega til leiks og spiluðum frábæra vörn. Guðrún var geðveik í markinu og við vorum að nýta færin. Það er munurinn núna,“ segir Ragnheiður sem naut sín vel í kvöld og lifði sig inn í þá stemingu og andrúmsloft sem skapaðist í Safamýrinni.

„Það er geðveikt að spila hérna í Framhúsinu því maður er svo nálægt áhorfendum. Það er geðveikt að klára þetta hér á heimavelli. Við vissum að þetta yrði spennandi fram á síðustu mínútu en í lokin vorum við betri,“ sagði Ragnheiður sem skoraði níu mörk.

Stjarnan hirti bikar- og deildameistaratitilinn af Fram sem Ragnheiður segir að hafi kvatt Safamýrarstúlkur til dáða.

„Við vorum svo ógeðslega fúlar eftir að hafa tapað í bikarnum og deildinni eftir að hafa verið efstar í allan vetur. En það er best að vera Íslandsmeistari! Við förum núna í klefann og djömmum og djúsum, en ég er að fara í próf í fyrramálið svo ég veit ekki hvað ég er að fara að gera!“ sagði Ragnheiður.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira