Erlent

Fartölvubann ekki sett á flugferðir frá Evrópu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Farþegar frá tíu löndum geta ekki haft fartölvur eða spjaldtölvur meðferðis á leið til Bandaríkjanna og Bretlands.
Farþegar frá tíu löndum geta ekki haft fartölvur eða spjaldtölvur meðferðis á leið til Bandaríkjanna og Bretlands. Vísir/EPA
Embættismenn frá Bandaríkjum og ríkjum Evrópusambandsins hafa tekið ákvörðun um að fartölvur og spjaldtölvur verði ekki bannaðar um borð í flugvélum á leið til Bandaríkjanna frá Evrópu. BBC greinir frá.

Slíkt bann er í gildi á ákveðnum flugleiðum til Bandaríkjanna og Bretlands frá löndum á borð við Tyrklandi, Egyptalandi og Jórdaníu.

Til tals hafði komið að banna öll raftæki sem eru stærri í sniðum en snjallsímar í farþegarýmum flugvéla á leið frá Evrópu til Bandaríkjanna.

Að sögn yfirvalda er þetta gert vegna þess að talin er aukin hætta á því að reynt verði að fela sprengiefni í slíkum raftækjum.

Ákvörðunin var tekin á fjögurra tíma fundi í Brussel en embættismennirnir segja að önnur úrræði séu enn til skoðunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×