Enski boltinn

Huddersfield í úrslitaleikinn eftir vítakeppni á Hillsborough

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn Huddersfield fagna.
Leikmenn Huddersfield fagna. vísir/getty

Huddersfield tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili með sigri á Sheffield Wednesday í vítaspyrnukeppni.

Liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum og staðan var enn jöfn eftir venjulegan leiktíma og framlengingu á Hillsborough í kvöld.

Steven Fletcher kom Sheffield Wednesday yfir á 51. mínútu en Huddersfield jafnaði með sjálfsmarki Tom Lees á 73. mínútu.

Ekkert mark var skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar reyndust leikmenn Huddersfield sterkari á svellinu, skoruðu úr fjórum spyrnum en leikmenn Sheffield Wednesday aðeins úr þremur.

Huddersfield mætir Reading á Wembley 29. maí en sigurvegarinn fær að launum sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.
Fleiri fréttir

Sjá meira