Enski boltinn

Huddersfield í úrslitaleikinn eftir vítakeppni á Hillsborough

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn Huddersfield fagna.
Leikmenn Huddersfield fagna. vísir/getty

Huddersfield tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili með sigri á Sheffield Wednesday í vítaspyrnukeppni.

Liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum og staðan var enn jöfn eftir venjulegan leiktíma og framlengingu á Hillsborough í kvöld.

Steven Fletcher kom Sheffield Wednesday yfir á 51. mínútu en Huddersfield jafnaði með sjálfsmarki Tom Lees á 73. mínútu.

Ekkert mark var skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar reyndust leikmenn Huddersfield sterkari á svellinu, skoruðu úr fjórum spyrnum en leikmenn Sheffield Wednesday aðeins úr þremur.

Huddersfield mætir Reading á Wembley 29. maí en sigurvegarinn fær að launum sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira