Enski boltinn

Gylfi til í að vera áfram hjá Swansea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gylfi fagnar einu af níu mörkum sínum í vetur.
Gylfi fagnar einu af níu mörkum sínum í vetur. vísir/getty

Þó svo fjöldi liða sé að bera víurnar í Gylfa Þór Sigurðsson þá segist okkar maður alveg vera sáttur við að vera áfram hjá Swansea.

Gylfa er einna helst orðaður við Everton þessa dagana en Swansea vill fá 25 milljónir punda fyrir miðjumanninn.

Félagið vill þó helst halda í íslenska landsliðsmanninn sem var valinn besti leikmaður tímabilsins af bæði leikmönnum og stuðningsmönnum í gær.

„Ég er ekki að reyna að losna frá félaginu. Ég skrifaði undir nýjan samning síðasta sumar og það eru þrjú ár eftir af þeim samningi. Það er því undir félaginu komið hvort það vilji selja mig en ég er mjög ánægður hérna,“ sagði Gylfi.

Gylfi er búinn að skora níu mörk í vetur og gefa þrettán stoðsendingar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira