Íslenski boltinn

Garðar stakk upp í Hjörvar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Garðar Gunnlaugsson og Hjörvar Hafliðason.
Garðar Gunnlaugsson og Hjörvar Hafliðason. vísir/anton og ernir

Framherja ÍA, Garðari Gunnlaugssyni, leiddist ekki að svara gagnrýni Hjörvars Hafliðasonar í Pepsimörkunum. Það gerði Garðar inn á vellinum í gær og svo á Twitter.

„Hann labbaði bara í gær. Hann fór ekki einu sinni í návígi eða neitt,“ sagði Hjörvar um frammistöðu Garðars í leiknum gegn KR í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar.

Garðar skoraði svo þrennu í gær í ótrúlegum endurkomusigri ÍA gegn Fram í Borgunarbikarnum. Þá skoraði ÍA þrjú mörk á lokamínútunum og vann leikinn 4-3.„Menn vilja meina að ég sé með mark fyrir hverja 15 metra sem ég hleyp Hjörvar Hafliðason,“ skrifaði Garðar á Twitter á leikinn en það heyrir til tíðinda að hann láti í sér heyra þar.

Hjörvar tók þessu svari Garðars vel og sagðist vera til í að éta sokkinn í rólegheitunum.

„Flott umfjöllun. Ég svaraði henni þar sem á að svara. Inn á vellinum,“ bætti Garðar þá við.

Hér að neðan má sjá umfjöllunina um Garðar í Pepsimörkunum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira