Íslenski boltinn

Garðar stakk upp í Hjörvar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Garðar Gunnlaugsson og Hjörvar Hafliðason.
Garðar Gunnlaugsson og Hjörvar Hafliðason. vísir/anton og ernir

Framherja ÍA, Garðari Gunnlaugssyni, leiddist ekki að svara gagnrýni Hjörvars Hafliðasonar í Pepsimörkunum. Það gerði Garðar inn á vellinum í gær og svo á Twitter.

„Hann labbaði bara í gær. Hann fór ekki einu sinni í návígi eða neitt,“ sagði Hjörvar um frammistöðu Garðars í leiknum gegn KR í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar.

Garðar skoraði svo þrennu í gær í ótrúlegum endurkomusigri ÍA gegn Fram í Borgunarbikarnum. Þá skoraði ÍA þrjú mörk á lokamínútunum og vann leikinn 4-3.„Menn vilja meina að ég sé með mark fyrir hverja 15 metra sem ég hleyp Hjörvar Hafliðason,“ skrifaði Garðar á Twitter á leikinn en það heyrir til tíðinda að hann láti í sér heyra þar.

Hjörvar tók þessu svari Garðars vel og sagðist vera til í að éta sokkinn í rólegheitunum.

„Flott umfjöllun. Ég svaraði henni þar sem á að svara. Inn á vellinum,“ bætti Garðar þá við.

Hér að neðan má sjá umfjöllunina um Garðar í Pepsimörkunum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira