Fótbolti

Ronaldo bætti 46 ára gamalt met Greaves

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cristiano er engum líkur.
Cristiano er engum líkur. vísir/getty
Cristiano Ronaldo hélt áfram að endurskrifa knattspyrnusöguna í gær er hann bætti eitt glæsilegasta met Evrópuboltans.

Portúgalinn skoraði tvö mörk í 1-4 sigri Real Madrid á Celta Vigo í gær en sigurinn nánast gulltryggir Real Spánarmeistaratitilinn í ár.

Hann er nú búinn að skora 368 mörk í Evrópuboltanum og því sá markahæsti frá upphafi í stærstu deildum Evrópu. Hann tók toppsætið af Englendingnum Jimmy Greaves sem hafði setið þar í makindum síðan árið 1971.

Greaves skoraði 366 mörk fyrir Chelsea, AC Milan, Tottenham og West Ham. Það er marki meira en Gerd Müller gerði fyrir Bayern.

Ronaldo er kominn upp fyrir þá báða og það mun Lionel Messi einnig gera fyrr en síðar en Messi er búinn að skora 346 mörk fyrir Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×