Veiði

Þegar veðrið breytir öllu í veiði

Karl Lúðvíksson skrifar
Tekist á við urriða í Minnivallalæk í glampandi sól sem gerir veiðina þar oft erfiða.
Tekist á við urriða í Minnivallalæk í glampandi sól sem gerir veiðina þar oft erfiða. Mynd: www.strengir.is

Það vita það allir veiðimenn að veður hefur gífurlega mikið að segja í veiði og það sem hefur oft úrslitaáhrif á þð hvort fiskur sé í töku eða ekki getur stundum verið bara smá breyting á aðstæðum.

Urriði og bleikja finnst mörgum veiðimönnum mun næmari fyrir veðrabreytingum heldur en t.d. lax og það getur eins verið mjög mismunandi eftir veiðisvæðum hvernig veður gefur best.  Til að mynda veiðist bleikja oft best í Soginu í glampandi sól en þannig veður slekkur t.d. yfirleitt á tökunni í Elliðavatni.  Þar er aftur á móti oft gott að veiða í rigningu og góðri gjólu sem gerir veiði í Sléttuhlíðarvatni erfiða og svona mætti lengi telja.

En af skemmtilegri ám til að kasta fyrir stóra urriða er Minnivallalækur og þar er óhætt að segja að smá breyting á aðstæðum geti breytt öllu.  Elías Pétur Viðfjörð var að koma úr Minnivallalæk og þar fann hann og félagar hans vel fyrir því hvað smá breyting í veðri gerir oft mikið.    "Við ve
iddum eina eftirmiðdegisvakt og til að byrja með var lítið að gerast enda rok, rigning og leiðindaveður, til að mynda sáum við ekki, né urðum varir, við fiska í Húsbreiðu eða Stöðvarhyl.

Við ákváðum að reyna að veiða sem flesta staði á þessum stutta tíma. Við fórum næst í Viðarhólma þar sem við lentum í því sama, ekkert líf. Skyndilega stytti upp og það lægði einnig og upp skaust gott klak af rykmý. Þá fóru drekarnir á stjá. Við settum í stóran fisk í Viðarhólma sem var slatta yfir 70cm, líklega um 10 pund en hann datt af eftir um 6-7mín baráttu. Sá tók klinkhammer #16. Þaðan fórum við í Djúphyl þar sem einnig voru fiskar í yfirborðstökum. Þar kom á land fiskurinn á myndinni að ofan en hann tók straumflugu eftir að hafa komið upp í þurrfluguna nokkrum sinnum. Í lok kvöldsins fórum við aftur i Stöðvarhylinn sem nú iðaði af lífi. Við lönduðum þar tveimur flottum fiskum og misstum tvo aðra. 
Sýnir hvað veðrið getur skipt miklu máli. Hyljir sem áður virkuðu dauðir geta allt í einu farið í gang!"Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira