Íslenski boltinn

Sjáðu dramatíkina, vítaspyrnukeppnina og óvæntu úrslitin í kvöld | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar

Síðustu þrír leikir 32 liða úrslita Borgunarbikars karla í fótbolta fara fram í kvöld en þessi umferð hefur verið algjörlega geggjuð og allt í boði.

Óvænt úrslit hafa litið dagsins ljós eins og fyrir norðan þar sem 3. deildar lið Ægis lagði Inkasso-deildarlið Þórs í vítaspyrnukeppni og svo eru Blikar úr leik eftir tap á móti Fylki sem leikur deild neðar.

Dramatíkin var allsráðandi á Skaganum í gær þar sem Inkasso-deildarlið Fram var 3-1 yfir og manni fleiri á móti ÍA þegar tíu mínútur voru eftir. Skagamenn sneru því við og unnu, 4-3, í uppbótartíma.

Önnur óvænt úrslit voru svo fyrir norðan þar sem spútniklið KA í Pepsi-deildinni tapaði fyrir ÍR sem er á botninum í Inkasso-deildinni. ÍR skoraði tvö mörk í framlengingu.

Í kvöld á Stöð 2 Sport HD er einn skemmtilegasti fótboltaþáttur ársins á dagskrá þar sem farið verður yfir 32 liða úrslitin í heild sinni. Fjórða árið í röð voru allir leikirnir 16 í þessari umferð teknir upp og tekin viðtöl við alla.

Borgunarbikarmörkin eru á dagskrá klukkan 21.15 beint á eftir beinni útsendingu frá bikarleik Víkings Ólafsvíkur og Vals sem hefst klukkan 19.15.

Hér að ofan má sjá brot úr bikarfjörinu.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira