Íslenski boltinn

Sjáðu dramatíkina, vítaspyrnukeppnina og óvæntu úrslitin í kvöld | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar

Síðustu þrír leikir 32 liða úrslita Borgunarbikars karla í fótbolta fara fram í kvöld en þessi umferð hefur verið algjörlega geggjuð og allt í boði.

Óvænt úrslit hafa litið dagsins ljós eins og fyrir norðan þar sem 3. deildar lið Ægis lagði Inkasso-deildarlið Þórs í vítaspyrnukeppni og svo eru Blikar úr leik eftir tap á móti Fylki sem leikur deild neðar.

Dramatíkin var allsráðandi á Skaganum í gær þar sem Inkasso-deildarlið Fram var 3-1 yfir og manni fleiri á móti ÍA þegar tíu mínútur voru eftir. Skagamenn sneru því við og unnu, 4-3, í uppbótartíma.

Önnur óvænt úrslit voru svo fyrir norðan þar sem spútniklið KA í Pepsi-deildinni tapaði fyrir ÍR sem er á botninum í Inkasso-deildinni. ÍR skoraði tvö mörk í framlengingu.

Í kvöld á Stöð 2 Sport HD er einn skemmtilegasti fótboltaþáttur ársins á dagskrá þar sem farið verður yfir 32 liða úrslitin í heild sinni. Fjórða árið í röð voru allir leikirnir 16 í þessari umferð teknir upp og tekin viðtöl við alla.

Borgunarbikarmörkin eru á dagskrá klukkan 21.15 beint á eftir beinni útsendingu frá bikarleik Víkings Ólafsvíkur og Vals sem hefst klukkan 19.15.

Hér að ofan má sjá brot úr bikarfjörinu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira