Íslenski boltinn

Haukastúlkur ekki kindarlegar við sauðburð | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hildigunnur Ólafsdóttir með lamb í fanginu.
Hildigunnur Ólafsdóttir með lamb í fanginu. mynd/skjáskot

Nýliðar Haukar eru í vandræðum í Pepsi-deild kvenna en liðið er stigalaust eftir fjórar umferðir líkt og KR.

Haukarnir eru á botninum enda liðið aðeins búið að skora tvö mörk en fá á sig tólf. Það tapaði síðast, 2-0, á móti Þór/KA og á mjög erfiðan leik fyrir höndum annað kvöld þegar það tekur á móti Breiðabliki.

Til að undirbúa sig fyrir þann leik skelltu Haukastúlkurnar sér í sveitina til að tengjast aðeins náttúrunni og stemningunni í kringum sauðburð.

„Þær koma því andlega vel úthvíldar í leikinn og stefnum við að sjá fyrstu stigin í húsi á föstudag!“ segir á Facebook-síðu Haukanna þar sem smá sjá stutt myndbrot úr ferðinni.

Þar er Hildigunni Ólafsdóttur, framherja Haukaliðsins, rétt lamb og verður ekki sagt að borgarbarnið hafi verið kindarlegt með krúttið í fanginu.

Vonandi hleypir þessi sveitaferð smá lífi í Haukanna en þær mæta í stórleikinn á móti Blikunum beint frá býli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira